Með útgáfu bókarinnar Undurfagra ævintýr lyftir Eyjapæjan Laufey Jörgensdóttir löngu tímabæru grettistaki. Laufey hefur farið á yfir fjörutíu þjóðhátíðir, ann þjóðhátíðarlögunum af lífi og sál og hefur einlægan áhuga á íslenskri tónlist og sögu. Ómetanlegur er þáttur Hafsteins Guðfinnssonar við ritun og hljómasetningu á elstu þjóðhátíðarlögunum. Langþráður draumur um varðveislu og útgáfu perlanna úr Eyjum hefur nú ræst með dyggri aðstoð áhugafólks og velunnara sem lögðu til texta, sögur, minningar, myndir og nafn sitt í nafnaskrá hollvina bókarinnar.
Bækur
6.900 kr.