Víðir Sigurðsson

Víðir Sigurðsson hefur starfað sem íþróttafréttamaður frá árinu 1981 og skrifað bækurnar um Íslenska knattspyrnu samfleytt frá árinu 1982. Hann vann á Dagblaðinu árið 1981, á Þjóðviljanum árin 1982 til 1987, á DV frá 1988 til 2000 og hefur starfað á Morgunblaðinu frá árinu 2000, sem fréttastjóri íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2008.

Auk bókanna um Íslenska knattspyrnu hefur hann skrifað bækurnar „Arnór – Bestur í Belgíu“ árið 1987, „Fram í 80 ár“ árið 1989, „Knattspyrna í heila öld“ árið 1997 ásamt Sigurði Á. Friðþjófssyni og „HÚH! – Ísland á EM 2016“ árið 2016. Hann hefur auk þess þýtt nokkrar bækur um knattspyrnu og körfuknattleik.