1927. Jónas frá Hriflu er orðinn valdamesti stjórnmálamaður landsins. Hugsjónaríkur umbótamaður eða pólitískt óargadýr? Nú mun á það reyna. Vestur á Patreksfirði er sýslumaðurinn Einar M. Jónasson. Vanur að fara sínu fram í héraði, værukær um skýrsluskil til Reykjavíkur og bókfærslu embættisins. Jónas ákveður að nota hann til að kenna embættismannastéttinni lexíu. Komnir eru nýir vendir í stjórnarráðið. Ný vinnubrögð, ný hugsun. Ný harka. Og brátt veit Einar sýslumaður ekki sitt rjúkandi ráð.
Ærumissir er pólitísk saga einstaklinga sem urðu leiksoppar í valdatafli. Þetta er frásögn af ólíkum örlögum á umbrotatímum þegar Ísland var að brjótast til nútímans.
Davíð Logi Sigurðsson gerir þessari mögnuðu og átakanlegu sögu skil á næman og spennandi hátt. Hér er stuðst við einstæðar heimildir sem ekki hefur áður verið gefinn gaumur.
„Mjög vel skrifuð og spennandi frásögn um atburði sem hafa skemmtilega skírskotun til nútímans.“
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur
229 bls.