Öndun er mikilvægasti þátturinn í heilsu okkar
Manneskjan hefur tapað hæfileikanum til að anda rétt – og það hefur alvarlegar afleiðingar. Blaðamaðurinn James Nestor leitar svara í læknisfræðiritum síðustu árþúsunda, sem og nýjustu rannsóknum í lungnalækningum, sálfræði, lífefnafræði og lífeðlisfræði mannsins.
Smávægilegar breytingar á öndun geta lengt og bætt lífið, yngt og endurnært líffæri, eflt úthald og þol, komið í veg fyrir hrotur, astma, sjálfsofnæmissjúkdóma og fleira.
Hér er öllu snúið á hvolf sem við töldum okkur vita um þessa grunnstoð lífs okkar.