Íslenska þjóðin er í áfalli þegar ástsælasti rithöfundur hennar, Arnaldur Indriðason, finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Lögreglumaðurinn landsþekkti, Tómas Tómasson, hefst strax handa við að leita morðingjans, en munu öll kurl komast til grafar? Getur hin staðfasta menningarblaðakona Friðborg Jónsdóttir aðstoðað lögregluna í sínum störfum?
Hvernig tengist hinn mislukkaði rithöfundur Uggi Óðinsson málinu? Hvaða stefnu tekur rannsóknin þegar strákarnir úr 70 mínútum fléttast inn í rannsóknina? Og hvað ætli ógæfukonan Dísa hafi á samviskunni?