Bára er fjörug, fimm ára gömul stelpa sem á tvö svefnherbergi, tvö rúm, tvo tannbursta og heilan helling af böngsum! Hún á nefnilega ekki eitt heimili heldur tvö – eitt hjá mömmu og eitt hjá pabba. Bára og bæði heimilin getur hjálpað alls konar krökkum, mömmum, pöbbum, öfum, ömmum, skámömmum, skáfrændum og öllum hinum að skilja aðeins betur hvernig það er að eiga tvær fjölskyldur.
Það er stjúpmamman Sólborg Guðbrandsdóttir sem skrifar bókina og Addi nabblakusk teiknar.