Sumir þekkja Björgvin Pál sem markmanninn hressa úr handboltanum. Aðrir þekkja hann sem einlæga og berskjaldaða strákinn úr fyrirlestrunum hans eða ævisögunni. Færri vita hins vegar um reiða og hrædda strákinn sem réð ekki við tilfinningar sínar. Sem grét í einrúmi, var einmana og hræddur. Sem komst yfir hindranirnar og alla leiðina á toppinn.
Barn verður forseti
Höfundur: Björgvin Páll Gústavsson
3.990 kr.
Frí heimsending!
Barn verður forseti er, eins og Björgvin Páll, heiðarleg og ljúfsár saga um von. Um metnað, kærleika og mikilvægi þess að gefast aldrei upp þótt allt virðist glatað. Það eru alltaf ný tækifæri í næsta leik.
Flokkar: Fjölskyldubækur, Íslenskar barnabækur, Nýjar bækur