Hvað er hæsta tré í heimi? Hversu lengi hafa trén verið til og hvernig er líf þeirra? Hvar er boðið upp á gistingu í tréhúsi? Og hvernig tryggjum við að trén lifi af umrót næstu áratuga? Þessi stórfróðlega bók svara þessum spurninum og mörgum fleiri í léttum og skemmtilegum dúr. Saga trjánna er rakin frá örófi fram á þennan dag. Skoðað er hlutverk þeirra í sögunni, menningu, listum, þjóðsögum og náttúrunni sjálfri.
Trén eru stærstu lífverur á jörðinni. Við hliðina á risafuru virðist manneskja og jafnvel háleitur gíraffi heldur lítilfjörlegur. Jafnvel risaeðlurnar sem eitt sinn byggðu jörðina gátu falið sig í skugga risafurunnar. Tré geta líka orðið ansi gömul. Sumar tegundir lifa í margar aldir, jafnvel þúsaldir. Aðeins fáar manneskjur ná því að verða hundrað ára en fyrir flest tré er ein öld bara eins og unglingsárin. Gamalt eigartré, sem er í fullu fjöri enn í dag, man vel árin áður en langafi þinn fæddist og gæti átt eftir að lifa lengur en barnabarnabörnin þín.
Trén eru lifandi sönnun þess hvílíkt afl býr í náttúrunni, jafnvel hin stærstu tré eru sprottin af örlitlu fræi. Ekki kemur á óvart að víða um veröld voru tré fyrrum talin heilög og þau birtast í fjölmörgum listum. Tré hafa líka mikið notagildi því úr þeim fæst timbur, fagur efni og dýrmætt … Þessari bók er ætlað að hjálpa fólki að finna hina undursamlega veröld trjánna.