Við viljum breytt ástand, eitthvað til að hrista upp í lífinu. Kveikja eða slökkva á okkur. Ýta hlutum af stað eða stöðva þá. Við viljum ást, kynlíf og hamingju.
Í þessu áleitnu sagnasafni tekst Berglind Ósk á við hjörtun sem þrá, heimta meira eða vilja einfaldlega finna frið. Að partýið haldi áfram að eilífu, að temja fíknina, að losna úr ofbeldissambandinu – finna leið til að hverfa eða raða sér saman að nýju.
Berglind Ósk fæddist árið 1985 í Kópavogi. Hún hefur áður gefið út ljóðabækurnar Berorðað (2016) og Loddaralíðan (2021). Einnig hafa ljóð, sögur og þýðingar eftir hana birst í ýmsum tímaritum.