Húsið á ströndinni er pínulítið og hitinn svakalegur. Enn verra er að stórfjölskyldan er öll saman í fríi. Það getur ekki komið neitt gott út úr því.
Þetta er uppskrift að stórslysi – en uppskriftir koma einmitt hér við sögu, því kjötbollurnar hennar ömmu eru orðnar frægar og uppskriftin er algjört leyndarmál.
Það hlýtur að sjóða upp úr þessum kraumandi fjölskyldupotti.