Svefn er ekki afmarkaður þáttur í lífi barna, heldur er hann samofinn hlutum eins og næringu, þroska og persónuleika. Í Draumalandi leiðir Arna Skúladóttir okkur inn í heim barnsins og skoðar hann í ljósi svefnsins. Hún fjallar á einkar hagnýtan hátt um margvísleg hlutverk foreldra, leiðir að bættum svefnvenjum, lundarfar barna, sjálfseflingu og hvernig hægt er að leysa svefnvandamál barna.
„Ég hef ekki tölu yfir það hversu oft ég hef flett upp í Draumalandi fyrir 0-2 ára í leit að ráðum og ber bókin þess svo sannarlega merki. Ómetanleg hjálp fyrir foreldra.“
Kristín Helga Bergsveinsdóttir, móðir
„Mér er sönn ánægja að mæla með þessari bók . Arna Skúladóttir hefur unnið mikið frumkvöðlastarf á sviði svefns og svefnvandamál barna. – Nauðsynleg bók fyrir fagfólk og uppalendur.“
Ragnar Bjarnason, yfirlæknir barnalækninga Barnaspítala