Svefn er ekki afmarkaður þáttur í lífi barna, heldur er hann samofinn hlutum eins og næringu, þroska og persónuleika. Í Draumalandi leiðir Arna Skúladóttir okkur inn í heim barnsins og skoðar hann í ljósi svefnsins. Hún fjallar um hlutverk foreldra, leiðir að bættum svefnvenjum og hvernig hægt er að leysa svefnvandamál barna.
Arna Skúladóttir er hjúkrunafræðingur og sérfræðingur í barnahjúkrun með svefn og svefnvandamál sem undirsérgrein. Hún starfar á Barnaspítala Hringsins og hefur tekið á móti þúsundum barna og foreldra sem leitað hafa til hennar með margvísleg svefnvandamál og fyrirspurnir.
Þessi bók er skrifuð fyrir uppalendur og aðra þá sem annast ung börn með það í huga að veita hagnýtar leiðbeiningar sem reynst hafa vel við íslenskar aðstæður.