Faye hefur unnið hörðum höndum að því að verða frjáls og öðrum óháð, en dregst engu að síður aftur inn í svartnætti æskuáranna. Henni stendur ógn af föður sínum sem er á flótta úr fangelsi. Hann, sem hefði átt að vera kletturinn í lífi hennar, er sá sem hún óttast mest. Og það er ekki einungis hún sem er í hættu, hún verður líka að vernda sína nánustu og fyrirtækið sitt Revenge, sem nýtur mikillar velgengni.
Hún safnar saman traustum hópi kvenna og leitar aðstoðar hjá eina karlmanninum sem hún treystir til að setja saman áætlun um hina endanlegu hefnd. En mun Faye takast þetta, nú þegar pabbi hennar virðist vera kominn í samkrull við harðsvíruð glæpasamtök og er hættulegri en nokkru sinni?
Draumar um brons er hluti af spennubókaþríleiknum um Faye. Metsölubækurnar Gullbúrið og Silfurvængir fjalla sömuleiðis um svik og hefnd, uppreist og systralag. Nú er komið að uppgjöri.
Um Faye-seríuna:
„Heiðarleg, ómótstæðileg saga um hefnd í stíl við Sidney Sheldon eða Greifann af Monte Cristo eftir Alexandre Dumas … Þetta söguform fellur fullkomlega að Camillu Läckberg eins og hönd í hanska.“
Dagens Nyheter
„Läckberg skilar af sér ómældum krafti kvenna.“
Femina
„Hin nýja Camilla Läckberg skrifar af meiri ákefð um samtímann. Skemmtanagildið er mikið og lokahnykkurinn afar áhrifaríkur.“
Sydsvenskan
„Skemmtileg saga um grimmilega hefnd, sem ekki er hægt að leggja frá sér.“
Skånska Dagbladet
„Nútíma kvenkyns Guðfaðir … Läckberg skrifar af lipurri ákefð, án dramatíkur og málalenginga, og gerir lesendum auðvelt fyrir að skilja undirliggjandi reiðina sem knýr Faye áfram.“
Borås Tidning
„Ég hélt að ekki væri hægt að ná hefnd konu í hærri hæðir en hún hefur þegar gert, en hin „nýja“ Camilla Läckberg heldur áfram að slá mig út af laginu.“
Bohusläningen
Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði.