Þau eru ægileg, hlægileg, furðuleg og forvitnileg – DÝRIN eftir feðginin fróðu Veru Illugadóttur og Illuga Jökulsson. Bráðskemmtileg, illvíg og ófrýnileg. Baneitruð, krúttleg, örsmá og risastór. Útdauð, ómissandi, ótrúleg og sprenghlægileg!
Bók stútfull af ljósmyndum, fróðleik og skemmtilegum sögum af yfir hundrað dýrum alls staðar að úr heiminum.