Englasmiðurinn

Höfundur: Camilla Läckberg

2.490 kr.

Englasmiðurinn er sjálfstæð spennubók í hinni geysivinsælu Fjällbacka-seríu.

Á Hvaley, fyrir utan Fjällbacka, hverfur fjölskylda sporlaust um páskana 1974. Í matsal skólahússins, þar sem fjölskyldan býr, koma menn að dúkuðu veisluborði. Þar er líka yngsta dóttirin, hin ársgamla Ebba, en af öðrum fjölskyldumeðlimum finnst hvorki tangur né tetur þrátt fyrir umfangsmikla leit. Hefur fjölskyldan orðið fórnarlamb glæps eða eru allir horfnir sjálfviljugir á braut?