Er heimurinn að breytast það hratt að þú nærð ekki að fylgjast með? Hver eru þessi „hán“ sem allir eru að tala um og hvað má ég eiginlega segja í dag? Ertu kannski bara, líkt og við flest, að reyna að finna út úr því hver þú ert?
Sólborg Guðbrandsdóttir hefur getið sér gott orð sem fyrirlesari og rithöfundur síðastliðin ár en hún hefur frætt þúsundir ungmenna um land allt um kynlíf og samskipti. Þar að auki leiddi hún starfshóp mennta- og menningarmálaráðuneytisins um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi árið 2021.
Fávitar og fjölbreytileikinn er þriðja bók Sólborgar í fræðslubókaröðinni Fávitar.