Líf Ellerts umturnast þegar hann heillast af myndlistarkonunni Freyju Negroni, sem hefur nýlega snúið heim frá Ítalíu eftir erfiðan skilnað og reynir að skapa sér nafn í íslenskum listaheimi. Ellert hefur lifað áhyggjulitlu lífi og nýtur velgengni en verður heltekinn af þráhyggjukenndri ást. Hann reynir að fylgja Freyju eftir í tryllingslegri rússíbanareið þar sem fíkn er yfir og allt um kring – kynlífið verður æ villtara og vímugjafarnir eru aldrei langt undan.
Lygarnar og svikin vinda upp á sig og bjartar vonir bresta hver af annarri. Ekki er þó alltaf ljóst hver er gerandi og hver er þolandi, enda er fíkn flókið fyrirbæri sem á sér margar hliðar.