Flóttinn

Höfundur: Sandra Bergljót Clausen

2.490 kr.

Bókaflokkurinn Hjartablóð er sniðinn fyrir þá sem hafa jafnt gaman af Ísfólkinu sem Game of Thrones. Flóttinn er sjálfstætt framhald Fjötra, sem kom út í fyrra og sló í gegn. Hér er á ferðinni æsileg örlagasaga þar sem ástríður, tilfinningar og ofsi leika lausum hala. Ísland í greipum miðalda er land galdra og myrkurs, ofsa og illsku og líka nýrra ævintýra. Hjartablóð streymir um æðarnar.