1995 hverfur sextán ára stúlka, Gabriella Sorani – Gabby, sporlaust í Kalmar. Tuttugu og fimm árum síðar er málið enn óupplýst.
Í Stokkhólmi er sjónvarpsframleiðandinn Sanna Lundgren í erfiðum vanda eftir að þátttakandi í raunveruleikaþættinum sem hún vann við hengdi sig í beinni útsendingu. Eftir áfallið býðst henni aðeins eitt verkefni, það er að snúa aftur til heimabæjar síns Kalmar og gera heimildarmynd um hið svokallaða Gabby-mál. Sanna sem var skólasystir Gabby er tilneydd að horfast í augu við drauga fortíðarinnar við vinnslu myndarinnar.
Á sama tíma er Elizabeth Hallman lögreglufulltrúi að búa sig undir að flytja frá Kalmar til að byrja nýtt líf í Stokkhólmi. En eftir því sem hún dregst lengra inn í rannsókn málsins verður erfiðara að færa sig um set.