Þegar lítill drengur hverfur frá leikskóla á Södermalm í Stokkhólmi kemur til kasta Mínu Dabiri og félaga hennar í lögreglunni. Þau finna fljótt líkindi við annað barnsrán, sem endaði með skelfingu, og átta sig á því að þau eiga í höggi við harðsvíraða glæpamenn. Allt bendir til þess að fleiri börn muni hverfa.
Mína hefur fær sjáandann Vincent Walder til liðsinnis. Samband þeirra tveggja er afar sérstakt, en í ljós kemur að hann hefur sitthvað til málanna að leggja við rannsókn málsins, sem snýst um brotin fjölskyldubönd og skugga fortíðar. En þetta er kapphlaup við tímann. Þegar þau sem minnst mega sín eru í lífshættu, hver getur þá komið til bjargar?
Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði.