Gauksunginn

Höfundur: Camilla Läckberg

4.990 kr.

Frí heimsending!

Camilla Läckberg er komin til Fjällbacka á ný! Fjällbacka-serían hefur farið sigurför um heiminn, enda sameinar hún flókna ráðgátu og æsispennandi djúpskreiða glæpasögu með einstökum hætti.

Camilla Läckberg er sannkölluð drottning spennusagnanna. Hún hefur notið fádæma vinsælda fyrir sakamálasögur sínar um hjónin Ericu Falck rithöfund og Patrik Hedström lögreglumann í Fjällbacka. Bækur hennar hafa selst í meira en tuttugu og sex milljónum eintaka í yfir sextíu löndum.

Hver bók er sjálfstæð glæpasaga og um leið eru bækurnar lífleg og skemmtileg lýsing á samfélaginu í bænum Fjällbacka á vesturströnd Svíþjóðar. Erica Falck rithöfundur og lögreglumaðurinn Patrik Hedström eru þar í forgrunni ásamt öðrum úr áhugaverðu persónusafni bókanna.