Óskin yndislega dansaði glöð og ánægð í litríkum heimi sem hún hafði skapað sjálf.
Hljóð, form, litir og tilfinningar – allt var þetta hennar uppfinning.
En svo fann hún fyrir óvæntri tilfinningu.
Einsemdinni.
Því hvernig finnur maður félagsskap í veröld sem maður hefur sjálfur skapað?
Í heillandi og mannbætandi sögu býður Óli Stefáns upp á óvenjulega bjarta sýn á „veruleikinn“ svokallaða.
Kári Gunnarsson teiknari skapar undurfagran myndheim sem hæfir sögunni.
52 bls.