Í þessum vegvísi að betra lífi sýnir Geir Gunnar okkur skynsamlegar leiðir til að styrkja grunnstoðir heilsunnar; næringu, hreyfingu, svefn og sálarlíf.
Í neyslu- og streitusamfélagi nútímans eru lífsstílssjúkdómar sú ógn sem skerðir lífsgæði okkar mest. Þessi bók er svar við ranghugmyndum, öfgum og fölskum skilaboðum á sviði heilsu sem dynja á okkur. Hún er einnig hvatning fyrir okkur til að taka ábyrgð á eigin heilbrigði til frambúðar.
Geir Gunnar deilir hér jafnframt ljúffengum og hollum uppskriftum frá eldhúsi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði.
Ef við höfum ekki tíma fyrir heilsuna í dag, þá hefur heilsan ekki tíma fyrir okkur á morgun.
Geir Gunnar Markússon er næringarfræðingur og heilsuráðgjafi. Hann starfar bæði á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og sem fyrirlesari á sviði heilsueflingar og næringar. Einnig hefur hann sérhæft sig í líkamsþjálfun og næringarráðgjöf barna og unglinga. Geir Gunnar hefur frá unga aldri haft óslökkvandi áhuga á heilsu, hreyfingu og næringu. Hann brennur fyrir því að efla almenning til betri heilsu og aukinna lífsgæða. Leiðarljós hans er að sem flestir fái að upplifa lífsgæðin sem felast í góðri heilsu alla ævi.
Geir Gunnar er með meistaragráðu í næringarfræði frá Kaupamannahafnarháskóla og BS-gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hann er einnig með NPTC-einkaþjálfarapróf frá Keili á Ásbrú.