Tólfta bókin í Fjällbacka-seríunni!
Syndir fortíðar varpa skugga sínum á nútímann
Þrjátíu ár eru liðin síðan Soffía Rudberg hvarf sporlaust. Hún hafði nýhafið nám í menntaskóla, var vinsæl, eftirsótt – og jafnvel hötuð. Hvarf hennar olli uppnámi í Fjällbacka og óttinn setti lengi svip sinn á friðsælt samfélagið. Skyndilega gerir lögreglan óvænta uppgötvun og spurningin er hvort hún hefur loksins fundið lík Soffíu.
Rannsóknin sem fylgir í kjölfarið snýr tilveru allra þeirra sem höfðu reynt að gleyma á hvolf. Patrik Hedström og félagar hans á lögreglustöðinni í Tanumshede eru undir miklu álagi, samtímis því sem rithöfundurinn Erica Falck flækist inn í málið. Einhver er reiðubúinn að gera hvað sem er til að sannleikurinn komi ekki fram í dagsljósið.

Samræður um frið 