Út á við virðist Faye hafa allt. Fullkominn eiginmann, yndislega dóttur og lúxusíbúð á besta stað í Stokkhólmi. En myrkar minningar frá æskuárunum í Fjällbacka sækja á hana og henni líður æ meira eins og fanga í gullbúri. Eitt sinn var hún sterk og metnaðarfull kona, en hefur gefið allt upp á bátinn fyrir Jack.
Þegar hann svíkur hana hrynur veröld Faye til grunna. Skyndilega er hún allslaus. Hún er ráðþrota til að byrja með, en ákveður síðan að svara fyrir sig og leggur á ráðin um grimmilega hefnd.
Gullbúrið er grípandi skáldsaga um konu sem dregin er á tálar og misnotuð, en tekur örlög sín í eigin hendur. Áhrifamikil saga um svik, upprisu og hefnd.
Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði.