Árið 1866 á sér stað hryllilegur atburður í Reykjavík. Skuldinni er skellt á Gunnar Kjartansson lögreglumann. Örvæntingarfullur og reiður er Gunnar sendur úr landi og endar hann á sléttum Bandaríkjanna í hópi verkamanna sem starfa við lagningu járnbrautarteina.
Í suðupotti ólíkra þjóða og þjóðfélagshópa reynir Gunnar að láta lítið fyrir sér fara, en í óhjákvæmilegum átökum fær hann sexhleypu upp í hendurnar sem hann reynist ótrúlega fær við að beita. Með svarta sál og holt hjarta, fullt af gremju vegna óuppgerða mála heima á Íslandi, verður Gunnar heiftúðugur byssubófi á sléttum Ameríku.
Eftir skelfileg átök indíána og járnbrautarmanna er Íslendingurinn orðinn skotspónn gegndarlauss hefndarþorsta færasta stríðsmanns Cheyenne-ættbálksins, Gráa-Úlfs.
Menn tvennra tíma og tveggja heimsálfa mætast í blóðugu uppgjöri. Hefnd er óumflýjanleg.
276 bls.