Það er sumarbjart og sólin skín á hið stórbrotna landslag Kirkjubæjarklausturs. Með ægifagra náttúru, stöðuvatn, gljúfur og foss í bakgarðinum er Klaustur allt sem ferðafólk dreymir um. Þetta vita þýsku stúlkurnar tvær sem flakka um landið á bakpokaferðalagi til að upplifa drauminn.
Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson hefur verið kallaður að Klaustri til sumarafleysinga og ætlar hann sér að njóta sumarsólar og friðsældar á landsbyggðinni. Flestir telja að Herði muni leiðast þófið í stóli varðstjórans, því á Klaustri gerist aldrei neitt.
Undir friðsælu yfirborðinu leynast þó myrkar sögur. Leyndarmál sem tvær ungar stúlkur á ferð um svæðið vilja ekki vita af.
Hið illa er komið á kreik.