Hér kynnumst við öllum helstu NBA- og WNBA-stjörnum sögunnar sem og dagsins í dag. Íslenskur körfubolti er einnig í brennidepli, allt frá Pétri Guðmundssyni og Helenu Sverrisdóttur til Martins Hermannssonar. Loks fá ungir iðkendur og áhugafólk heillaráð frá besta körfuboltafólki þjóðarinnar fyrr og síðar.
Höfundurinn, Kjartan Atli Kjartansson er mikill ástríðumaður um körfubolta. Sjálfur spilaði hann íþróttina í fjölmörg ár, er reyndur þjálfari og umsjónarmaður hins vinsæla þáttar Domino’s körfuboltakvölds sem fékk Edduverðlaunin sem sjónvarpsefni ársins 2019.