Í gleði og sorg
Enska knattspyrnan er þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Við gleðjumst og þjáumst yfir henni eins og hún væri okkar eigin og jafn sjálfsagt þykir að íslensk börn velji sér lið á Englandi og að þau gangi í skóla. En hvernig hófst þessi ástarsaga? Hvenær og hvers vegna lentum við í faðmi enska ljónsins? Tilkoma getrauna 1952 og sjónvarpsins 1966 eru sannarlega vörður á þessari vegferð en vísbendingar eru um að áhuginn hafi orðið til talsvert fyrr. Þannig gerðu íslensk dagblöð sér grein fyrir honum strax fyrir seinna stríð og þegar fyrsta enska knattspyrnuliðið, Queens Park Rangers, sótti okkur heim árið 1947 sætti það stórtíðindum í íslensku þjóðlífi. Allar götur síðan hefur ástin verið heit og skilyrðis. Enska knattspyrnan er okkar.