FÓTBOLTAÁRIÐ 2024 Í MÁLI OG MYNDUM
Þessi vinsæli bókaflokkur hefur nú komið út í 44 ár og hefur aldrei verið betri!
Þetta er stærsta bókin frá upphafi, 304 blaðsíður, og hér finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska fótboltanum á árinu 2024.
Þetta er allt í bókinni:
– Gangur Íslandsmótsins í öllum sex deildum karla og þremur deildum kvenna í máli og myndum. Greint frá öllum leikjum í Bestu deildum karla og kvenna og á seinni stigum bikarkeppninnar.
– Ítarleg tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum.
– Fjöldi leikja og marka hjá leikmönnum í öllum deildum.
– Myndir af öllum liðum efstu deilda kvenna og karla, af öllum meistaraflokksliðum sem fóru upp um deild og af öllum meistaraliðum yngri og eldri flokka á Íslandsmótinu.
– Ítarlegar frásagnir af öllum landsleikjum Íslands á árinu.
– Frásagnir af öllum Evrópuleikjum íslensku félagsliðanna á árinu og af Íslendingum sem léku í Evrópumótum með erlendum liðum.
– Viðtöl við Ástu Eir Árnadóttur, Andra Rafn Yeoman, Hallgrím Mar Steingrímsson og Sævar Pétursson.
– Umfjöllun um Glódísi Perlu Viggósdóttur, besta miðvörð heims árið 2024.
– Umfjöllun um yngri flokkana, allar lokastöður og sagt frá stærstu barna- og unglingamótunum í máli og myndum.
– Allt sem er framundan hjá íslensku landsliðunum.
– Íslensku dómararnir heima og erlendis.
– Allt um 125 íslenska atvinnumenn og konur erlendis.
– Leikja- og markahæstu leikmenn Íslands heima og
erlendis.
– Leikja- og markahæstu Íslendingarnir í ýmsum
löndum Evrópu.
– Hver hafa spilað mest og skorað mest í íslensku deildakeppninni.
Stútfull bók af fróðleik og myndum!