Heimurinn er skemmtilegur því það eru svo mörg dýr í honum!
Dýrin tala. Þau brosa og hlæja, öskra og tryllast og eru stundum með stæla.
Í þessari fróðulegu og bráðskemmtilegu bók kynnist þú íslensku húsdýrunum og forvitnilegum fuglum og sjávardýrum sem lifa í náttúrunni við landið. Og þú færð meira að segja að heyra hvernig hljóð þau gefa frá sér.