Karen er í sárum eftir dvöl sína á Siglufirði, sem lauk með hneyksli í tengslum við kynlífsklúbb sem þar var starfræktur. Hún stendur á krossgötum bæði í einkalífinu og með starfsferilinn, þannig að hún ákveður að breyta rækilega um umhverfi og eyða nokkrum vikum yfir hátíðarnar á Tenerife.
Það er þó hægara sagt en gert að skilja við fortíðina. Sverrir, heillandi og leyndardómsfullur maður sem hún féll fyrir á Siglufirði, er henni enn ofarlega í huga og ekki er víst að hún geti fundið sér nýja braut án hans. En ástin fylgir eigin lögmálum og fyrr en varir er líf Karenar líkt og í svarthvítri bíómynd þar sem blóm og búbblur verða daglegt brauð.
Allar rósir hafa þyrna og jafnvel í funheitu ferðalag á framandi strandir elta draugar fortíðar. Á Tene eru líka ýmsir villtir möguleikar í boði …

