Ung kona finnst látin í kassa sem sverð hafa verið rekin í gegnum. Lögreglan stendur ráðþrota: Snýst þetta um töfrabragð sem farið hefur úrskeiðis eða hrottalegt morð?
Mina Dabiri, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Stokkhólmi, leitar aðstoðar hjá Vincent Walder, sjáanda og sérfræðingi í líkamstjáningu og töfrabrögðum. Þau finna tengsl við eldra mál og átta sig á að þau eiga í höggi við miskunnarlausan raðmorðingja sem þau verða að stöðva áður en fleiri falla í valinn.
En Mina og Vincent eiga bæði við þráhyggju- og árátturaskanir að glíma sem setja strik í reikninginn og auk þess búa þau bæði yfir leyndarmálum fortíðar sem virðast tengjast þessum óhugnanlegu atburðum. Álagið eykst jafnt og þétt, þau verða að komast skrefinu á undan morðingjanum og ná að skilja sturlunina sem býr að baki til að geta stöðvað hann.
Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði.