NÝ SÝN Á ÍSLANDSSÖGUNA
Áhrif Kelta á íslenska tungu og menningu hafa lengi verið hugðarefni Þorvaldar Friðrikssonar, sem fjallar hér af ástríðu um þessa merkilegu hlið sögu okkar.
Nýleg erfðaefnisgreining sýnir að meira en helmingur íslenskra landnámskvenna var Keltar. Fjölda orða og örnefna í málinu má rekja til Kelta. Fjöll, firðir, dalir, víkur, hreppar og sýslur skarta keltneskum nöfnum. Íslensk húsdýr, fuglar, fiskar og blóm bera nöfn sem eru ekki norræn heldur keltnesk. Framburður íslenskrar tungu er ekki norrænn heldur keltneskur.
Þá er fjallað um keltneska kristni og fyrsta hellamálverkið sem fannst á Íslandi, helgimynd í papahelli sem er eldri en norrænt landnám.
Þessi bók sætir því miklum tíðindum.
Þorvaldur Friðriksson er menntaður fornleifafræðingur og starfaði um árabil á fréttadeild Ríkisútvarpsins.