Ketóflex 3-3-1 mataræðið

Höfundur: Þorbjörg Hafsteinsdóttir

4.490 kr.

Frí heimsending

Ketó fer sigurför um heiminn

Með Ketóflex er líka tími fyrir hleðslu og frjálsa daga

Hreinn og heilnæmur lífsstíll

Ketóflex er fullkomin og frelsandi leið til að ná kjörþyngd og yngja sig upp. Með henni nýtur þú kosta ketó-mataræðis enn betur því ketóflex byggist á sveigjanleika. Eftir aðlögunartímabil er ketósan brotin upp með fjölbreyttara mataræði; þrír dagar vikunnar í ketósu, þrír í hleðslu og einn frjáls dagur.

Á ketóflex endurnýjar líkaminn sig og jafnvægi næst á hormóna og orku. Það skilar sér í betri líðan, aukinni fitubrennslu, betri svefni, bættu útliti og meiri gleði.

Ketóflex 3-3-1 inniheldur fróðleik og dásamlegar og einfaldar, sykurlausar og ketóvænar uppskriftir sem henta í hraða samfélagsins.

Endurheimtu orkuna, jafnvægið og gleðina með sveigjanleika ketóflex, lífsstílnum sem allir geta ráðið við án eftirsjár eftir gömlum siðum.