Dagarnir líða stefnulaust áfram. Söngkonan Adele er í aðalhlutverki á heimilinu með boðskap sinn um sorg og horfnar ástir. Karen reynir að vinna úr erfiðum tilfinningum sínum, liggur í baði eða dansar á miðju stofugólfi syngjandi í moppudregil. Hvers vegna ekki að fara í gott frí eða lýsa yfir verkfalli á heimilinu? Það verður nú varla heimsendir þótt hún hristi ærlega upp í þessu öllu saman? Hvernig væri að byrja upp á nýtt og flytja norður með börnin?
Á Siglufirði er ekki aðeins Síldarminjasafn og skíðamenning. Þar eru starfræktir ýmiss konar klúbbar og þegar Karen er að að versla í matinn í kaupfélaginu fær hún boð um að mæta í einn slíkan næsta fimmtudagskvöld. Vopnuð eðalrauðvíni og sínu fínasta pússi mætir hún spennt og upp með sér, staðráðin í að láta til sín taka í norðlenskri menningu. En hvers konar klúbbur er þetta eiginlega? Þegar það kemur í ljós opnast augu Karenar og líf hennar tekur nýja stefnu.