Hvers vegna lítur kort af heiminum út eins og það gerir? Hví er norður upp og Ameríka vinstra megin? Af hverju er Evrópa miklu stærri hlutfallslega á korti en á hnettinum? Við ferðumst aftur til fornaldar og skoðum fyrstu kortin af alheiminum til að svara þessum spurningum og fleirum.
Hér er rakin saga kortagerðar í gegnum aldirnar, hvernig ný lönd og ný landamæri bætast á kortið, uns við sjáum loks útkomuna sem við þekkjum í dag. Saga kortanna er uppfull af hetjudáðum og ævintýrum, gríðarlegum afrekum unnum í nafni guðs, þjóðar eða ósköp venjulegra eiginhagsmuna. Einnig sögum af dauða, skelfingu og fávisku – en umfram allt, skemmtilegum sögum.