Það var á dimmu, köldu vetrarkvöldi að kötturinn Emil hvarf sporlaust frá heimili sínu í Mosfellsbæ aðeins tveggja ára gamall. Heimilisfólkið og kisubróðir hans, Felix, leituðu hans logandi ljósi en allt kom fyrir ekki, Emil fannst hvergi. Langur tími leið í óvissu, þau söknuðu hans sárt og vissu ekki hvar hann var niðurkominn eða hvort hann væri á lífi.
Í heil sjö ár átti Emil viðburðaríkt líf langt frá fjölskyldu sinni. Mamma Emils, Helga Ólafs, gefur honum rödd með því að skrásetja ævintýralega sögu hans, og Gerður Steinars teiknar hrífandi og fjörlegar myndir. Hinn litríki Emil er sjálfur hispurslaus í frásögn sinni og dregur ekkert undan!

Reykjavík um 1900 − með augum Benedikts Gröndal 