Hið illa er komið á kreik.
Höfuðlaust lík finnst í hraungjótu við Krýsuvík. Skammt frá líkinu rekst lögreglumaðurinn Hörður Grímsson á mannspil sem morðinginn hefur ef til vill komið fyrir.
Lögreglan á Blönduósi stöðvar bíl vegna hraðaksturs. Undir stýri situr Kinga Jedynak, ungur pólskur innflytjandi. Í skotti bílsins er pappakassi sem hún sótti á verkstæði í Varmahlíð. Í kassanum er hryllingur sem ekki þolir dagsljósið.
Hörður Grímsson hefur sinn hátt á að leysa erfið sakamál í spennutryllum Stefáns Mána. Hér verður hann að taka á öllu sínu til að leysa flóknar ráðgátur sem fléttast saman á ófyrirsjáanlegan hátt.
„Stefán Máni er einfaldlega penni í öðrum gæðaflokki en aðrir sem plægja þennan akur.“
Þorgeir Tryggvason, gagnrýnandi Kiljunnar.
428 bls.