Eftir skemmtileg ár undir stjórn Jürgens Klopps bjuggust flestir við að nýr þjálfari þyrfti svolítinn tíma til að setja mark sitt á liðið.
Það var öðru nær. Arne Slot er strax kominn með frábært meistaralið.
Snillingar eins og Salah og Van Dijk hafa aldrei verið betri og nú eru komnir nýir menn eins og Rios Ngumoha, Alexander Isak og Wirtz sem gera liðið enn sterkara.
Hér er líka allt um sögu Liverpool – gamlar hetjur eins og Rush og Dalglish og fyrsta Evrópuleikinn gegn KR.

