„Ég hef alla tíð verið mikið fyrir skáldskap, ekki síst ljóð. Ljóð hafa veitt mér sérstaka ánægju og gleði, enda er vel kveðið ljóð gulli betra. Í þessari bók hef ég safnað saman ljóðum sem hafa verið mér kær. Úrvalið sem hér birtist verður vitanlega aldrei endanlegt en þessi bók gefur glögga mynd af því sem ég hef kunnað að meta um dagana. Það er von mín að þessi bók verði til að efla ljóðalestur og þar með auka málvitund manna, ekki síst meðal ungs fólks í þeim hraða sem samfélagið býður okkur upp á. Við getum alltaf gripið til ljóðsins í þeirri von að hægja á tímanum, og njóta fegurðarinnar, tregans eða gamanseminnar, sem er að finna í ljóðum skáldanna okkar,“ segir Vigdís Finnbogadóttir í tilefni útgáfu úrvalsins.
Ljóðin hennar Vigdísar
Höfundur: Vigdís Finnbogadóttir tók saman
11.900 kr.
Vart verður fundin meiri ástríðumanneskja en Vigdís Finnbogadóttir þegar kemur að íslenskri tungu og menningu. Vigdís hefur alla tíð verið unnandi ljóðlistar og hér tekur hún saman helstu ljóðin sem hafa fylgt henni frá bernsku til dagsins í dag. Einstök verk listakonunnar Guðbjargar Lindar auðga ljóðlínurnar og mynda skemmtilegt samtal við kvæðin. Hönnun Helgu Gerðar Magnúsdóttur setur punktinn yfir i-ið.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Guðrún Nordal, rita formálsorð.