Mamma, ég er á lífi

Höfundur: Jakob Þór Kristjánsson

5.990 kr.

Íslenskir piltar sem flust höfðu til Kanada gengu glaðir í herinn í fyrri heimsstyrjöld og vildu leggja lið sínu nýja heimalandi. Þeir áttu eftir að upplifa hræðilegt blóðbað, miklar þjáningar í drullusvaði skotgrafanna, eiturgas, dráp og dauða. Þeir börðust á alræmdum sláturvöllum eins og við Somme og Passendaele. Í bréfum og frásögnum reyndu þeir að lýsa sinni ótrúlegu reynslu. Átakanleg mynd af ungum piltum við skelfilegar aðstæður.