Berlín, sumarið 1936
Undirbúningur Ólympíuleikanna stendur yfir og nasistar herða heljartök sín á þýsku þjóðlífi. Einkaspæjarinn Bernie Gunther tekur að sér að hafa uppi á stolnum skartgripum fyrir forríkan iðnjöfur og leitin leiðir hann um refilstigu Berlínar rétt fyrir seinni heimsstyrjöld. Áður en hann veit af er hann flæktur í svikavef ýmissa valdamestu manna þriðja ríkissins, þar sem spilling og fautaskapur mæta honum við hvert fótmál. Innan um allt flögra svo Marsfjólurnar, hópur tækifærissinnaðra lukkuriddara sem stökkva á vagn nasismans sér til framdráttar.
Helgi Ingólfsson og Kristín V. Gísladóttir íslenskuðu.