Marsfjólurnar

Höfundur: Philip Kerr

3.490 kr.

Marsfjólurnar er mikilvæg skáldsaga sem gerist í Berlín um það leyti sem nasistar herða heljartök sín á þýsku þjóðlífi. Bókin er fyrsti hluti Berlínartrílógíu Philips Kerr og hefur notið fádæma vinsælda frá því hún kom út við upphaf tíunda áratugarins eða á þeim tíma er Berlínarmúrinn féll.
Æsispennandi og ófyrirsjáanleg fram á síðustu síðu, en um leið fádæma breið þjóðfélagslýsing og lærdómsrík rússibanareið um samfélag sem stefnir hraðbyri inn í alræði og ógnarstjórn Adolfs Hitler.
Höfundurinn Philip Kerr er margverðlaunaður skoskur rithöfundur sem var einkum rómaður fyrir Marsfjólurnar og aðrar bækur í bókaflokki sínum um harðhausinn Gunther en þær bækur urðu fjórtán að tölu. Kerr lést árið 2018.

„Philip Kerr er einfaldlega uppáhalds spennusagnahöfundurinn minn.“

– Egill Helgason