Þegar tilveran útheimtir nýtt upphaf
Emily er að nálgast þrítugt, en veit ekki enn hvaða stefnu hún vill taka í lífinu. Hún býr í Uppsölum og er í námi við háskólann, eingöngu vegna þess að vel stæð fjölskylda hennar hefur alltaf lagt mikla áherslu á að hún mennti sig. En hana klæjar í lófana af sköpunarþrá, sem hún uppgötvar smátt og smátt að er arfur frá látinni ömmu hennar, Hildu.
Helena hefur nóg að gera við endurbæturnar á nýja býlinu sínu í Fjällnäs og er um leið á fullu við að undirbúa vígslu nýja veitingahússins. Ástin til Rikards er enn sterk, en hvernig á hún að geta púslað saman ólíkum þáttum lífs síns án þess að glata nýfundnu sjálfstæðinu?
Þegar Emily hleypir loks í sig kjarki og heimsækir Härjedalen hittir hún Helenu. Það leiðir til þess að Emily flytur inn í einn af gestabústöðunum á býli Helenu og í sameiningu kanna þær fjöllin og skógana um leið og Emily færist sífellt nær uppruna sínum. En að fylgja hjarta sínu reynist erfiðast af öllu …