Að prjóna er ekki bara skemmtileg iðja sem oftast gefur af sér hlýlegar og fallegar flíkur, heldur veitir prjónið öllum þeim sem það stunda mikla gleði í hjarta, sköpunarkraft í brjóst og einstaka hugarró. Prjón er snilld!
Þetta allt veit Sjöfn Kristjánsdóttir sem í þessari dásamlegu bók hefur tekið saman allar sínar bestu prjónauppskriftir og þær sem eru í hve mestu uppáhaldi hjá henni. Hér má finna glæsilegar flíkur fyrir fullorðna, húfur, peysur, buxur, vettlinga og sokka fyrir börn á öllum aldri og hlýleg heimferðasett fyrir þau yngstu.