Sölvi Björn Sigurðsson hefur hlotið margskonar viðurkenningar fyrir ritstörf sín eins og Rithöfundaviðurkenningu Rúv, Menningarverðlaun DV og tilnefningu til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna. Þá hafa verk hans verið gefin út víða erlendis og hlotið þar frábærar viðtökur.
Síðustu dagar móður minnar
Höfundur: Sölvi Björn Sigurðsson
2.990 kr.
Þegar Mamma greinist með ólæknandi sjúkdóm og tarotspilin boða ekki bata heldur ævintýr er lífi hennar og Dáta, 37 ára sonar hennar, snúið á hvolf. Saman fara þau til Amsterdam í leit að líkn og reynist ferðalagið allt þetta í senn: gráglettið og tregafullt, innilegt og fyndið.