Allt leikur í lyndi hjá Faye. Hún hefur hafið nýtt líf erlendis, fyrrverandi eiginmaður hennar, Jack, situr í fangelsi og fyrirtæki hennar, Revenge, stefnir á Bandaríkjamarkað. En á augabragði hrannast óveðursskýin upp yfir tilveru hennar.
Faye stendur frammi fyrir því að missa allt úr höndunum. Eða mun hún rísa úr öskustónni og ná yfirhöndinni á ný? Með aðstoð útvalins hóps kvenna leggur hún til atlögu við þá sem ætla að svipta hana því sem hún á – og bjarga jafnframt sjálfri sér og þeim sem hún elskar.
Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði.
CAMILLA LÄCKBERG er einn dáðasti rithöfundur Svíþjóðar. Bækur hennar í Fjällbackasyrpunni hafa selst í meira en 26 milljónum eintaka í 60 löndum. Hún er jafnframt einn af stofnendum Invest In Her, fjárfestingarfyrirtækis sem styður við konur í röðum frumkvöðla og berst fyrir jafnrétti. Í bókunum um söguhetjuna ógleymanlegu Faye ögrar Camilla Läckberg viðteknum gildum og brýtur glerþakið.