Þessi fróðlega og skemmtilega bók markar tímamót og er fyrsta heildstæða úttektin á þessum óþekktu dýrategundum í náttúru Íslands. Hún byggir á miklu safni frásagna og áratugalangri rannsókn þar sem höfundur hefur rætt við sjónarvotta og safnað hundruðum áður óskráðra lýsinga þeirra á þessum dýrum.
Bókin er stútfull af myndum og merkilegum frásögnum og hún geymir einstakt menningarsögulegt efni um þennan heillandi þátt náttúrunnar. Skrímsli hafa verið þekkt frá upphafi byggðar á Íslandi. Greint er frá þeim í Landnámabók, Skálholtsbiskupar rituðu um skrímsli og á okkar dögum hafa náðst myndir og myndskeið af skrímslum. Engu að síður hefur fólk sem orðið hefur vart við skrímsli jafnan hikað við að segja frá upplifun sinni af ótta við háð og útskúfun, þar til nú.
Í fyrsta sinn eru birtar ljósmyndir af skrímslasporum og skrímslahræjum og fjallað er um myndskeið sem náðst hefur af Lagarfljótsorminum. Þá eru myndir teiknaðar eftir lýsingum sjónarvotta sem sýna með nokkurri nákvæmni útlit þessara dýra.
Sérstaklega er fjallað um þær tegundir skrímsla sem lifa á Íslandi og í hafinu utan landsteinana, allt frá hafmönnum og lyngbökum til nykra og sjálfs Lagarfljótsormsins.
„Þau eru þarna úti, það er engum blöðum um það að fletta.“
Dr. Hilmar J. Malmkvist / líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.