Í Skuggaveiði er okkur boðið að heimsækja fagran dal þar sem skínandi áin rennur um kjarri vaxið hraun og norðurljós eru bara ljós. Þarna er náttúrua okkar og land í samhengi hins stóra hnattar en um leið í samhengi hins skrýtna, skondna og hversdagslega, með undiröldu lúmskrar ógnar og sterkrar ástar. Bók sem minnir á mörg fínlegustu og fallegustu verðmæti tilverunnar.
Sindri Freysson er í hópi virtari höfunda íslenskra af sinni kynslóð. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir ritstörf, verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, fengið Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, seinasta bók hans, skáldsagan Blindhríð, var tilnefnd til Menningarverðlauna DV, og ljóðabókin í klóm dalalæðunnar hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Hann hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2018.
75 bls.